Áttu í vandræðum með að velja gjöf sem hittir í mark hjá þínum nánustu? Hvað með að gefa ávísun á flugferð en láta viðtakandanum eftir að velja hvaða land skuli leggja undir fót?

Handhafar gjafabréfa Icelandair geta valið milli spennandi áfangastaða í Evrópu og Norður-Ameríku sem og á Íslandi og Grænlandi.

Endursala á gjafabréfum Icelandair er ekki leyfð í gegnum Vildarklúbba eða Vildarkerfi fyrirtækja, nema í samráði við Icelandair.

Fjögur einföld skref við kaup á gjafabréfi:

1. Veldu mynd.
Veldu þá mynd sem þú vilt hafa á gjafabréfinu. Smelltu á Útlit neðst á síðunni, til að sjá hvernig myndin kemur út.

2. Veldu upphæð og fjölda gjafabréfa.
Veldu gjaldmiðil og upphæð fyrir gjafabréfið. Þú getur keypt fleiri en eitt í einu.

3. Bættu skilaboðum við gjafabréfið.
Skrifaðu í textagluggann þau skilaboð sem þú vilt að birtist á gjafabréfinu. Smelltu á Útlit, til að sjá hvernig textinn kemur út.

4. Ljúktu við kaupin.
Þegar allt er eins og það á að vera, smellirðu á Áfram og fyllir út Upplýsingar um kaupanda og Greiðsluupplýsingar.

Kanna stöðu gjafabréfs
Skilmálar

  • Fermingarmynd1
  • Iceland
  • Ski
  • UK
  • USA
  • Xmars